Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning félagsins fyrir næstu leiktíð, um er að ræða þriðju treyju félagsins sem verður ekki mikið notuð í leikjum.
Félög í ensku úrvalsdeildinin eru flest öll með þrjá búninga en um er ræða svartan og bláan búning sem United nú frumsýnir.
Treyjan hefur vakið talsverða athygli og fær mikið lof frá flestum, eins og alltaf er fólk sem efast um ágæti treyjunnar.
Paul Pogba, Edinson Cavani og fleiri góðir eru notaðir í að auglýsa treyjuna sem má sjá hér að neðan.
Enska úrvalsdeildin fer af stað á morgun en United á fyrsta leik gegn Leeds á laugardag.