Harry Kane framherji Tottenham mun mæta aftur til æfinga hjá félaginu á morgun ef hann greinist neikvæður úr COVID19 prófi sem hann fer í í dag.
Kane mætti til æfinga í upphafi vikunnar, viku á eftir áætlun. Hann er hins vegar í hálfgerði sóttkví eftir sumarfrí sitt og hefur ekki mátt æfa með hópnum.
Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag gegn Manchester City, liðinu sem reyir að fá Kane frá Tottenham.
Kane vill ólmur fara frá Tottenham og er óvíst hvort hann taki þátt í leiknum á sunnudag, Kane nær aðeins tveimur æfingum með liðinu eftir mánaðar sumarfrí.
Kane fer í COVID PCR próf í dag og ef allt er eðlilegt mætir hann til æfinga á morgun, sama daga og enska úrvalsdeildin fer af stað með leik Brentford og Arsenal.