Það gengur erfiðlega hjá Arsenal að krækja sér í markvörð en félagið vill fá mann til að keppa við Bernd Leno markvörð félagsins.
Rúnar Alex Rúnarsson er einnig markvörður Arsenal og er hann eins og staðan er í dag annar af tveimur markvörðum í aðalliði félagsins.
Arsenal hefur reynt að kaupa Aaron Ramsdale markvörð Sheffield United en félagið hefur hætt í þeim eltingaleik.
Verðmiðinn á Ramsdale eru 35 milljónir punda en Arsenal ætlar ekki að ganga til slíkra samninga. Markvörðurinn er sagður mjög óhress með að fá ekki að fara til Arsenal.
Ramsdale hefur fallið úr ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö ár, fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield en hann var hluti af enska landsliðinu á EM í sumar.