Rapahel Varane er svo gott sem genginn í raðir Manchester United en hann lauk læknisskoðun í gær og verður líklega kynntur til leiks í dag.
Lengi hefur gengið að ganga frá félagaskiptum Varane en hann þurfti að byrja að fá atvinnuleyfi í Bretlandi áður en hann gat ferðast til landsins.
Varane þurfti eftir það að fara í sóttkví en mætti á æfingasvæði United í gær og fór í læknisskoðun.
Varane hefur klæðst treyjum númer 2 og 5 hjá Real Madrid en hjá Frakklandi hefur hann alltaf viljað vera í treyju númer 4.
Treyja númer 4 er í uppáhaldi hjá Varane en hann fær ekki það númer hjá United, Phil Jones sem ekki hefur spilað fyrir United í heilt ár notar þá treyju og mun ekki gefa hana eftir.
Sagt er að treyjunúmer Varane muni koma nokkuð á óvart samkvæmt fréttum í Bretlandi.