fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: ÍA hafði betur gegn FH – Öruggt hjá Val og HK

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Valur, HK og ÍA tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Valur tók á móti Völsungi á Origo vellinum en þar vann Valur öruggan 6-0 sigur. Sverrir Páll Hjaltested braut ísinn á 16. mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning fyrir Val. Heimamenn leiddu 4-0 í hálfleik og bættu tveimur við í þeim seinni.

Valur 6 – 0 Völsungur
1-0 Sverrir Páll Hjaltested (´16)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (´18)
3-0 Kaj Leo í Bartalsstovu (´29)
4-0 Sverrir Páll Hjaltested (´30)
5-0 Sigurður Egill Lárusson (´66)
6-0 Orri Sigurður Ómarsson (´83)

HK tók á móti KFS í Kórnum en þar sigraði HK örugglega, 7-1. Jón Arnar Barðdal kom heimamönnum yfir strax á 1. mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. HK leiddi 5-1 í hálfleik og bættu HK-ingar tveimur við í seinni hálfleik.

HK 7 – 1 KFS
1-0 Jón Arnar Barðdal (´1)
2-0 Örvar Eggertsson (´16)
2-1 Víðir Þorvarðarson (´27)
3-1 Jón Arnar Barðdal (´30)
4-1 Ásgeir Marteinsson (´39)
5-1 Ásgeir Marteinsson (´45)
6-1 Bjarni Páll Linnet Runólfsson (´50)
7-1 Ívar Örn Jónsson (´85)

ÍA tók á móti FH á Norðurálsvellinum. ÍA hafði betur og sigraði 1-0. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu. Jónatan Ingi Jónsson fékk beint rautt spjald um miðjan seinni hálfleik. Gestirnir sóttu stíft undir lokin og áttu nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki og 1-0 sigur ÍA staðreynd.

ÍA 1 – 0 FH
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson (´6)
Rautt spjald: Jónatan Ingi Jónsson – FH (´64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“