Lionel Messi er genginn til liðs við PSG eftir að hafa verið allan ferilinn hjá Barcelona. Cesc Fabregast er góður vinur Messi og hefur varað hann við því að franska deildin sé ekki eins auðveld og margir telja.
Fabregas spilar með Monaco sem gerði góða hluti í frönsku deildinni á síðasta tímabili. Hann telur að franska deildin sé erfiðari en fólk heldur.
„Ef PSG vinnur ekki deildina þá finnst öllum það vera stórslys þar sem félagið eyðir svo miklum peningum. Flestir telja að aðeins eitt lið eigi möguleika en á síðustu fimm árum hafa Monaco og Lille komið sterk inn,“ sagði Fabregas.
„Þetta er ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er mikil harka, ástríða, hraði og sterkir leikmenn. Liðin verjast mjög vel.“