Paul Merson telur að Manchester United eigi mikla möguleika í Meistaradeildinni næstkomandi tímabil og nefnir liðið sem eitt af fimm líklegustu liðunum til sigurs.
Manchester United endaði í 3. sæti í riðlinum í Meistaradeildinni á síðasta tímabili og komst því ekki í 16-liða úrslit. Liðið komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Villareal.
Manchester United endaði í 2. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og hefur liðið styrkt sig töluvert fyrir komandi leiktíð. Jadon Sancho og Raphael Varane eru komnir til félagsins.
„Ég tel að Manchester United sé eitt af fimm liðum sem getur unnið Meistaradeildina í ár ásamt PSG, Bayern Munich, Manchester City og Chelsea,” sagði Merson í dálki sínum í Sportskeeda.
„Ég veit að þeim var sparkað út í riðlakepnninni á síðasta tímabili, en leikstíll þeirra hentar Meistaradeildinni betur en ensku úrvalsdeildinni.”