Keflavík tók á móti KA á Nettóvellinum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Keflavík hafði betur og sigraði 3-1.
Heimamenn byrjuðu af krafti og kom Joey Gibbs Keflavík yfir á 38. mínútu með frábæru marki. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn en Christian Volesky tvöfaldaði forystuna eftir slæma sendingu Dusan Brkovic til baka. Gestirnir reyndu að sækja en náðu lítið að skapa sér. Joey Gibbs skoraði þriðja markið á 73. mínútu úr skalla eftir aukaspyrnu.
Gestirnir sóttu stíft undir lokin og minnkaði Sebastiaan Brebels muninn á 83. mínútu úr aukaspyrnu. Gestirnir skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og Keflavík bjargaði á línu undir lokin. Inn vildi boltinn ekki og 3-1 sigur Keflavíkur því staðreynd.
Keflavík er því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en dregið verður annað kvöld.
Keflavík 3 – 1 KA
1-0 Joey Gibbs (´38)
2-0 Christian Volesky (´46)
3-0 Joey Gibbs (´73)
3-1 Sebastiaan Brebels (´83)