fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Keflavík áfram í 8-liða úrslit eftir góðan sigur á KA

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti KA á Nettóvellinum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Keflavík hafði betur og sigraði 3-1.

Heimamenn byrjuðu af krafti og kom Joey Gibbs Keflavík yfir á 38. mínútu með frábæru marki. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn en Christian Volesky tvöfaldaði forystuna eftir slæma sendingu Dusan Brkovic til baka. Gestirnir reyndu að sækja en náðu lítið að skapa sér. Joey Gibbs skoraði þriðja markið á 73. mínútu úr skalla eftir aukaspyrnu.

Gestirnir sóttu stíft undir lokin og minnkaði Sebastiaan Brebels muninn á 83. mínútu úr aukaspyrnu. Gestirnir skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og Keflavík bjargaði á línu undir lokin. Inn vildi boltinn ekki og 3-1 sigur Keflavíkur því staðreynd.

Keflavík er því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en dregið verður annað kvöld.

Keflavík 3 – 1 KA
1-0 Joey Gibbs (´38)
2-0 Christian Volesky (´46)
3-0 Joey Gibbs (´73)
3-1 Sebastiaan Brebels (´83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila