fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Tammy Abraham á leið til Roma

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 18:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea virðist hafa samþykkt tilboð Roma í framherjann Tammy Abraham ef marka má fréttir Goal. Klásúla verður í samningnum og mun Chelsea eiga möguleika á að kaupa leikmanninn aftur í framtíðinni en hann er úr akademíu Chelsea.

Í frétt Goal segir að Abraham hafi talað við Jose Mourinho, stjóra Roma, og lítist vel á að fara til Ítalíu en hann á enn eftir að semja við ítalska félagið um kaup og kjör.

Chelsea hefur ansi gott úrval af framherjum þessa stundina með komu Romelu Lukaku og hefur Tuchel fullan skilning á því að Tammy sé ósáttur hjá félaginu og vilji fá að spila meira.

„Tammy var ekki sáttur við seinni helming síðasta tímabils. Það er eðlilegt að honum líði svona og kannski er það mér að kenna að hafa ekki treyst honum á sama hátt og ég treysti öðrum leikmönnum,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir Ofurbikarinn.

„Það er bara spurning hvort hann vilji reyna að berjast fyrir sæti í liðinu eða hvort hann vilji skipta um félag til að fá meiri spilatíma, ég skil hann vel ef hann ákveður það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur