fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Milljónirnar streyma inn á reikninga PSG eftir að Messi var kynntur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG hefur staðfest komu Lionel Messi til félagsins á frjálsri sölu. Gerði þessi magnaði leikmaður tveggja ára samning.

Samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.

Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan. Það gæti hins vegar velið farið svo að þessi vinsæli íþróttamaður borgi í raun með sér.

Ljóst er að tekjur PSG munu aukast mikið enda er áhuginn á Messi svakalegur, þetta hefur sést á samfélagsmiðlareikningum franska félagsins.

Þannig hefur fylgjendum PSG á Instagram fjölgað um 4,5 milljónir á sólarhring og ljóst er að sú aukning getur gefið félaginu auknar tekjur. Þannig er líklegt að PSG muni selja fleiri treyjur og varning en áður.

Ekki er ljóst hvenær fyrsti leikur Messi fyrir PSG verður en kappinn hefur verið í mánaðar sumarfríi og þarf smá tíma til að komast í form.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA