PSG hefur staðfest komu Lionel Messi til félagsins á frjálsri sölu. Gerði þessi magnaði leikmaður tveggja ára samning.
Samningurinn er með ákvæði um að framlengja hann til ársins 2024 ef aðilar hafa áhuga á slíku.
Messi mun þéna 5,2 milljarða íslenskra króna í laun á ári hjá PSG samkvæmt fréttum að utan. Það gæti hins vegar velið farið svo að þessi vinsæli íþróttamaður borgi í raun með sér.
Ljóst er að tekjur PSG munu aukast mikið enda er áhuginn á Messi svakalegur, þetta hefur sést á samfélagsmiðlareikningum franska félagsins.
Þannig hefur fylgjendum PSG á Instagram fjölgað um 4,5 milljónir á sólarhring og ljóst er að sú aukning getur gefið félaginu auknar tekjur. Þannig er líklegt að PSG muni selja fleiri treyjur og varning en áður.
The Messi Effect 🔥
Paris Saint-Germain has added almost 4.5 million Instagram followers in the past 24 hours. pic.twitter.com/ca5MgceNN4
— Front Office Sports (@FOS) August 11, 2021
Ekki er ljóst hvenær fyrsti leikur Messi fyrir PSG verður en kappinn hefur verið í mánaðar sumarfríi og þarf smá tíma til að komast í form.