fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Sjáðu inn á hótelherbergið sem Messi fékk í París – Nóttin kostar 3 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var kynntur til leiks á fréttamannafundi í París í dag en þessi magnaði knattspyrnumaður skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær.

PSG ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni og eru kaupin á Messi stórt skref í átt að því markmiði.

Á meðan Messi finnur sér hús í borginni þá mun hann dvelja á Le Royal Monceau hótelinu í París, ekki þarf að taka fram að um fimm stjörnu hótel er að ræða.

Messi og fjölskylda dvelur á svítunni á hótelinu og verður þar næstu daga og vikur á meðan húsnæðisleitin stendur yfir.

Nóttin á herberginu sem Messi dvelur á kostar rúmar 3 milljónir króna en það ætti að vera lítið vandamál fyrir Messi sem þénar fleiri milljarða á ári hverju í París.

Á hótelinu eru sex veitingastaðir, sundlaug og kvikmyndasalur svo fjölskyldunni ætti ekki að leiðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila