fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Halda því fram að Pogba muni stinga United aftur í bakið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 14:30

/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið Daily Mail heldur því fram að Paul Pogba muni fara frítt frá Manchester United, hann hafi ekki áhuga á að skrifa undir nýjan samning.

Pogba var orðaður við PSG en ekkert verður að þeim félagaskiptum í sumar, PSG krækti í Lionel Messi og getur félagið ekki krækt í Pogba á sama tíma.

Talið er að Pogba muni taka eitt tímabil með United til viðbótar en hann hefur lengi viljað yfirgefa félagið, hann fari svo frítt næsta sumar þegar samningur hans er á enda.

Pogba er 28 ára gamall en hann fór frá United árið 2012 til Juventus og fór þá einnig frítt, United keypti hann svo á 89 milljónir punda til baka árið 2016 frá Juventus.

Mino Raiola umboðsmaður Pogba er harður í horn að taka og gæti fengið góðan samning fyrir Pogba næsta sumar ef hann fer frítt frá United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila