Sky Sports, BBC og fleiri enskir fjölmiðlar fullyrða að Anthony Martial framherji Manchester United fari ekki fet í sumar.
Franski framherjinn hefur verið orðaður við Inter Milan en í fréttum kemur fram eð Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United treysti á krafta hans í vetur.
Martial fann ekki takt sinn á síðustu leiktíð og var talsvert meiddur, þá spilaði Edinson Cavani vel sem fækkaði tækifærum hans.
Búist er við að United selji nokkra leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar en ekki er talið að Martial verði í þeim hópi.
Martial gæti byrjað fyrsta deildarleik tímabilsins á laugardag en Cavani er ekki mættur til baka úr fríi.
🚨 BREAKING🚨
🔴 Manchester United have no intention of selling Anthony Martial.
✅ The French forward is believed to be very much part of Ole Gunnar Solskjaer’s plans for the new season pic.twitter.com/g5BrvdTi96
— Football Daily (@footballdaily) August 10, 2021