fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Skemmdarverk í Mílanó – Brjálaðir yfir græðgi hans í peninga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Inter Milan eru reiðir út í Romelu Lukaku sem er að ganga í raðir Chelsea frá félaginu. Lukaku hafi tjáð stuðningsmönnum að hann ætlaði sér ekki að fara.

Lukaku var elskaður og dáður af stuðningsmönnum Inter sem eru í sárum, framherjinn er á leið til Lundúna en Chelsea kaupir hann á 98 milljónir punda.

Lukaku sjálfur mun svo sjálfur hækka vel í launum eða um 742 milljónir íslenskra króna á ári hverju, mun hann skrifa undir fimm ára samning við Chelsea.

Búið er að vinna skemmdarverk fyrir utan San Siro leikvanginn þar sem listaverk af Lukaku var, búið er að spreyja stóran hluta af því svart. Ekki sést lengur í nafn Lukaku eins og áður.

Þá mættu stuðningsmenn með borða fyrir utan leikvanginn til að láta Lukaku vita af óánægju sinni. „Kæri Lukaku, við áttum von á meiri heiðarleika frá þér,“ skrifar Curva Nord sem er stærsti stuðningshópur félagsins.

„Þrátt fyrir að við höfum varið þig eins og son okkar, þá sannaðir þú að þú ert ekkert öðruvísi en allir hinir. Þú ferð á hnén fyrir peninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur