Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn með Norrköping í tapi á heimavelli gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Nils Froling kom gestunum í 0-2 með mörkum í hvorum hálfleiknum.
Samuel Adegbenro minnkaði muninn fyrir Norrköping í lok leiks. Lokatölur 1-2.
Ísak, Ari Freyr og félagar eru í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig. Öll lið hafa leikið 14 leiki.