Aron Sigurðarson hefur skrifað undir hjá danska félaginu Horsens til ársins 2024. Danska félagið staðfesti tíðindin nú rétt í þessu.
Aron kemur til Horsens frá St. Gilloise í Belgíu en þar hefur hann verið í eitt og hálft ár. Hann fékk ekki mörg tækifæri þar og leitaði á önnur mið.
Horsens leikur í næst efstu deild Danmerkur en liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Hjá Horsens er fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson.
„Ég talaði við Ágúst eftir að Horsens hafði samband, ég er með það markmið að hjálpa félaginu aftur upp í efstu deild,“ sagði Aron.
Aron lék með Fjölni hér á landi áður en hann fór til Noregs þar sem hann lék með Tromsö og Start