Forráðamenn Manchester City eru vongóðir um að krækja í Harry Kane framherja Tottenham í sumar. Frá þessu segja ensk blöð.
City bauð 100 milljónir punda í Kane í upphafi sumars en því boði var hafnað. Kane vill ólmur losna frá Tottenham.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og ekki er öruggt að hann taki neinu tilboði frá City.
Pep Guardiola þjálfari Manchester City vill ólmur bæta Kane við hóp sinn eftir að hafa látið Kun Aguero fara í sumar.
Tottenham gæti freistast til að selja Kane á 150 milljónir punda en City keypti Jack Grealish á 100 milljónir punda fyrir helgi.
Kane hefur verið með læti hjá Tottenham og mætti ekki til æfinga á réttum tíma en málið gæti haldið áfram að vinda upp á sig næstu daga og vikur, félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.