fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Forráðamenn City slakir – Telja að þeir muni klófesta Kane

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 14:00

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester City eru vongóðir um að krækja í Harry Kane framherja Tottenham í sumar. Frá þessu segja ensk blöð.

City bauð 100 milljónir punda í Kane í upphafi sumars en því boði var hafnað. Kane vill ólmur losna frá Tottenham.

Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og ekki er öruggt að hann taki neinu tilboði frá City.

Pep Guardiola þjálfari Manchester City vill ólmur bæta Kane við hóp sinn eftir að hafa látið Kun Aguero fara í sumar.

Tottenham gæti freistast til að selja Kane á 150 milljónir punda en City keypti Jack Grealish á 100 milljónir punda fyrir helgi.

Kane hefur verið með læti hjá Tottenham og mætti ekki til æfinga á réttum tíma en málið gæti haldið áfram að vinda upp á sig næstu daga og vikur, félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp