fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Skíthræddar eftir morðhótanir – Rass í andlitið á heimsfrægum manni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stelpurnar þrjár sem fóru með Wayne Rooney upp á hótel í miðborg Manchester á dögunum fá allar talsvert magn af morðhótunum. Ein af þeim er Tayler Ryan sem er 21 árs gömul líkt og allar stelpurnar þrjár. Hinn 35 ára gamli Rooney djammaði nefnilega með þremur 21 árs gömlum stúlkum lengi fram eftir á dögunum.

Rooney, sem er giftur og á fjögur börn, sem og nokkrir félagar hans eru sagðir hafa boðið stúlkunum á VIP-borð sitt á skemmtistaðnum Chinawhite í Manchester. Eftir á er Rooney sagður hafa farið á hótelherbergi stelpnanna ásamt tveimur félögum sínum. Þó kemur fram að ekkert af kynferðislegum toga hafi átt sér stað. Rooney er hins vegar sagður hafa hrósað stelpunum mikið fyrir útlit sitt.

Rooney er svo sagður hafa dáið áfengisdauða í stól á hótelherberginu. Þá fóru stelpurnar að atast í honum. Ein þeirra tók til að mynda mynd af sér þar sem hún rak rassinn á sér í andlit Rooney. Rooney vaknaði svo á hótelherberginu. Hann var fljótur að láta sig hverfa. Í kjölfarið deildu stelpurnar myndum af honum frá kvöldinu áður á samfélagsmiðlum. Þær urðu fljótar að dreifast út um allt.

„Þær hafa allar fengið morðhótanir og eru skíthræddar við það,“ sagði heimildarmaður enskra blaða. Coleen Rooney eiginokna Wayne stendur með sínum manni eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United