fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Kanna hvort neðansjávargos sé hafið við Krýsuvíkurberg – Uppfært

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 23:26

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslunni barst í kvöld tilkynning um bólstra sem áttu að hafa sést yfir hafinu vestur af Krýsuvíkurbergi. Var Varðskipið Þór sent á vettvang til að kanna svæðið með þann möguleika í huga að neðansjávargos sé hafið.

Vísir greindi frá

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur órói ekki greinst í mælingum vísindamanna.

Björgunarsveitir hafa ekki verið kallaðar út vegna málsins.

Óljóst er hvað veldur bólstrunum en neðansjávargos er ekki útilokað.

Uppfært kl. 00:03 – Samkvæmt frétt RÚV eru engin merki um gos á hafsbotninum fyrir utan Krýsuvíkurberg. Þetta leiðir könnunarleiðangur með varðskipinu Þór um svæðið í ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París