fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Vestri í 4. sæti eftir sigur á Grindavík

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 6. ágúst 2021 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Kórdrengir unnu Þrótt R. á Eimskipsvellinum. Kórdrengir komust yfir á 3. mínútu þegar Hreinn Ingi Örnólfsson setti boltann í eigið net. Annað mark leiksins kom á 79. mínútu þegar Leonard Sigurðsson tvöfaldaði forystu Kórdrengja. Magnús Andri Ólafsson kórónaði frammistöðu gestana með marki í uppbótartíma og 3-0 sigur Kórdrengja niðurstaða sem er í 3. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 13 leiki. Þróttur R. er í 11. sæti með 10 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Vestri vann 2-1 útisigur á Grindavík. Pétur Bjarnason kom Vestri yfir á 8. mínútu. Oddur Ingi Bjarnason jafnaði metin fyrir Grindavík á 83. mínútu en Benedikt V. Warén skoraði sigurmark Vestri á 90. mínútu. Vestri er í 4. sæti með 25 stig eftir 15 leiki. Grindavík er í 7. sæti með 20 stig eftir 15 leiki.

Afturelding vann 2-0 sigur á Þór. Leikið var á Fagverksvellinum Varmá. Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir á 62. mínútu. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði seinna mark Aftureldingu á 85. mínútu. Afturelding er í 8. sæti með 19 stig eftir 14 leiki. Þór er í 9. sæti með jafnmörg stig eftir 15 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu