fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Smábarn lést á meðan mamman var á sex daga fylleríi – Dæmd í níu ára fangelsi

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verphy Kudi, nítján ára móðir frá Brighton, skildi 20 mánaða dóttur sína eftir eina heima á meðan hún fór að djamma með vinum sínum. Dóttirin var látin þegar hún kom heim aftur, sex dögum síðar.

Verphy var í dag dæmd í níu ára fangelsi fyrir að bera ábyrgð á andláti dóttur sinnar en hún hafði ekkert aðgengi að mat eða drykkjum. Hún lést úr næringarskorti og inflúensu.

Þegar Verphy kom heim hringdi hún í neyðarlínuna og sagði að dóttir hennar vaknaði ekki þegar hún reyndi að vekja hana. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hún skildi dóttur sína eftir heima en hún hafði meðal annars áður skilið hana eftir í rúma tvo daga á meðan hún fór í afmæli til vinkonu sinnar.

Hún laug að vinum sínum sem fóru með henni að djamma að mamma hennar væri að passa dótturina. Þeir voru því grunlausir um að hún væri heima að svelta.

Það náðist á myndband þegar hún gekk út úr íbúð sinni til að ferðast til London þann 5. desember 2019 og þremur dögum seinna birti vinkona hennar myndband af henni á skemmtistað í London.

Verphy að yfirgefa íbúð sína og svo á skemmtistað, þremur dögum síðar

Verphy játaði sekt sína fyrir dómi og felldi tár þegar hún var leidd út í handjárnum. Hún mun þurfa að sitja inni í sex ár áður og verður þá í þrjú ár á skilorði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum

Tolla-Trump snýr aftur – Sendi þjóðarleiðtogum harðorð bréf og heitir allt að 40 prósent tollum
Pressan
Fyrir 1 viku

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 1 viku

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn