Samkvæmt Football Insider hefur Southampton hafnað tilboði Aston Villa í James Ward-Prowse, miðjumann félagsins. Tilboðið hljóðaði upp á 25 milljónir punda.
Aston Villa seldi Jack Grealish til Manchester City í gær fyrir 100 milljónir punda. Félagið er því með pening á milli handanna.
Villa hefur þegar keypt þá Emi Buendia, Leon Bailey og Danny Ings.
Ward-Prowse er 26 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Southampton frá árinu 2012.
Hann hefur skoraði 33 mörk og lagt upp 40 í 322 leikjum fyrir félagið.