Sævar Atli Magnússon fór í sitt fyrsta viðtal sem leikmaður Lyngby við heimasíðu félagsins í gær. Viðtalið fór fram á ensku en hann sagði að eftir mánuð gæti spyrillinn tekið viðtal við hann á dönsku.
Hinn 21 árs gamli Sævar Atli gerði samning við Lyngby til ársins 2024. Hann kemur frá Leikni Reykjavík.
Lyngby leikur í dönsku B-deildinni. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
,,Við ætlum að taka viðtalið á ensku en þú lofaðir mér að eftir mánuð gætum við tekið eitt á dönsku líka,“ sagði konan sem tók viðtalið við Sævar Atli.
,,Jú, ég vona það,“ svaraði leikmaðurinn léttur.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
MØD SÆVAR 💙🤗
Efter få timer i klubben sætter Sævar Atli Magnússon ord på mødet med Lyngby Boldklub og fortæller lidt mere om, hvem han er – og hvad de kongeblå fans kan forvente af ham. #Magnusson21 #SammenforLyngby pic.twitter.com/aYPaaB9XbR— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 5, 2021