Jón Guðni lék allan leikinn í ósigri Hammarby á útivelli gegn Cukaricki í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Cukaricki náði forystunni á 22 mínútu með marki frá Djorde Jovanovic. Gustav Ludvigsson jafnaði metin fyrir Hammarby þremur mínútum síðar en Marko Docic skoraði tvö mörk á 40 og 53 mínútum leiksins og þar við sat. 3-1 sigur Cukaricki niðurstaða.
Liðin mætast aftur í Svíþjóð í seinni leik liðanna þann 12. ágúst næstkomandi.