Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem beið ósigur á útivelli fyrir Prishtina í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Patrick Berg kom Bodö yfir á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Ola Solbakken. Otto John jafnaði metin fyrir Prishtina á 44. mínútu. Sigurmarkið kom síðan átta mínútum fyrir leikslok en þá setti Marius Lode, leikmaður Bodö boltann í eigið net. 2-1 sigur Prishtina niðurstaða.
Næsti leikur liðanna fer fram í Noregi næsta fimmtudag.