Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í liði Rosenborg sem vann 6-1 sigur á Domzale í Sambandsdeildinni í kvöld.
Adam Anderson kom Rosenborg yfir á 7. mínútu áður en að Dino Islamovoci tvöfaldaði forskot þeirra 16 mínútum síðar. Sven Karic í liði Domzale skoraði sjálfsmark á 34. mínútu og Erlend Dahl Reitan gerði fjórða mark Rosenborg á 40. mínútu. Enes Alic minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks en Islamovic var aftur á ferðinni á 46. mínútu. Noah Holm skoraði sjötta mark Rosenborg á 86. mínútu og 6-1 sigur norska liðsins niðurstaða.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 10. ágúst næstkomandi.