fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Finnst verðið á Kane glórulaust – ,,Mun enginn borga þá upphæð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 16:00

Harry Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum atvinnumaðurinn Darren Bent segir verðið á framherja Tottenham, Harry Kane, vera allt of hátt. Hann telur ekki líklegt að Manchester City muni ganga að verðmiðanum.

Hinn 28 ára gamli Kane hefur verið orðaður við Man City í allt sumar. Tottenham hafnaði tilboði í hann upp á 100 milljónir punda í júní. Talið er að félagið vilji fá nær 150 milljónum punda.

,,Harry Kane er einn af bestu framherjum heims en hann er ekki 160 milljóna punda virði,“ sagði Bent við talkSPORT.

,,Hann er 28 ára og hefur glímt við meiðsli. Hvað færðu út úr honum? 4-5 ár? Ég held bara að það réttlæti ekki verðið á honum.“

,,Man City á peninginn til að kaupa hann en Pep Guardiola og eigendurnir hljóta að hugsa að 160 milljónir séu of mikið.“

,,Kannski 100 milljónir eða 120 milljónir. Það er raunhæfara verð á Harry Kane. En ef Daniel Levy segir að hann vilji 140, 150, 160 og Man City eru ekki tilbúnir að borga þá upphæð, þá mun enginn borga þá upphæð.“

Darren Bent í leik með Burton Albion undir lok ferilsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi