fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Barcelona vill losna við varnarmann sinn – Kröfur hans gera liðinu erfitt fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 09:16

Samuel Umtiti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvörðurinn Samuel Umtiti er að öllum líkindum á förum frá Barcelona á láni á næstunni. SPORT greinir frá.

Katalóníustórveldið getur ekki lofað hinum 27 ára gamla Umititi miklum spiltíma á næstu leiktíð og telur því best að hann leiti annað.

Frakkinn setur þó þá kröfu að hann fari í lið sem spilar í Meistaradeild Evrópu eða þá að það sé að berjast um titla í heimalandinu.

Þetta fækkar hugsanlegum áfangastöðum hans töluvert og setur Barcelona í erfiða stöðu.

Umtiti hefur verið á mála hjá Barcelona frá árinu 2016. Hann kom frá Lyon í heimalandinu.

Þá á hann að baki 31 leik fyrir franska A-landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot