fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Segist ætla að fá sér tattú ef Brasilía vinnur gullið á Ólympíuleikunum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richarlison, leikmaður Everton og Brasilíu segist ætla að fá sér tattú ef Brasilía vinnur gullið á Ólympíuleikum karla í fótbolta í ár. Leikarnir fara fram í Tókýó og er Brasilía þegar komið í undanúrslit þar sem það mætir Mexíkó á þriðjudaginn kemur.

Richarlison er markahæsti leikmaðurinn á mótinu til þessa með fimm mörk, einungis tveimur mörkum frá markameti brasilísku goðsagnarinnar Romario. Aðspurður í viðtali við Fifa.com hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að slá met Romario sagði Richarlison: „Það sem mestu skiptir er að vinna gullið með liðsfélögum mínum, sama hvort ég verði markahæstur eða ekki. Romario er augljóslega goðsögn í Brasilíu svo það myndi veita mér auka hamingju að ná markameti hans. Það yrði mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og liðsfélaga.“

Hann var svo spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að vinna gullið með Brasilíu: „Það hefði alla þýðingu fyrir mér. Ég hef aldrei hugsað mér að fá mér tattú, en ef Brasilía vinnur gullið fæ ég mér örugglega tattú. Ég þyrfti að fanga augnablikið. Það hefði svo mikla þýðingu að skrá okkur í sögubækurnar.“

Undanúrslitin í fótbolta karal á Ólympíuleikunum fara fram þann 3. ágúst. Eins og áður kom fram mætir Brasilía Mexíkó. Heimamenn í Japan mæta Spáni í hinum undanúrslitaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik í pottinum á morgun

Breiðablik í pottinum á morgun