fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Heimapressað Xanax í dreifingu

Getur innihaldið mun sterkari og hættulegri efni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misnotkun á kvíðastillandi og róandi lyfjum á borð við Xanax (Alprazolam) og flogaveikislyfinu Rivotril hefur færst í aukana undanfarin misseri. Samkvæmt upplýsingum DV eru dæmi um að Xanax sé heimapressað og þá með öðrum virkum efnum en Alprazolam blandað saman við, þar sem eftirsóknin er meiri en framboðið ræður við.

Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið frá óskýrri sjón og eymslum í vöðvum yfir í flogaköst. Það er um tíu sinnum sterkara en Valíum (Díazepam).

Mynd: 123rf.com

Geta valdið hjartastoppi

Þegar lyfið er pressað heimavið er stundum notað efnið Flunitrazepam, en það er einnig þekkt sem Rohypnol. Flestir tengja notkun þess við nauðganir og kynferðisglæpi þar sem neytandinn getur misst allan vöðvastyrk og man oftast ekkert eftir því sem á sér stað meðan lyfið er virkt.

Þessi lyf eru svokölluð benzódíazepín-lyf, oft stytt og einfaldað sem benzó-lyf. Áhrifin af þeim eru að einhverju leyti svipuð þótt virkni af því síðastnefnda vari tvöfalt lengur en Alprazolam. Í smærri skömmtum slá benzó-lyf á kvíða og róa hjartsláttinn en í stærri skömmtum getur það svæft einstaklinginn. Sé ofskammtur tekinn geta lyfin valdið hjartastoppi. Þol eykst þó hratt og þarf sá sem þeirra neytir stöðugt að auka skammtinn til að finna fyrir kvíðastillandi áhrifum þeirra.

Ungt fólk sem er að kljást við kvíða veit ekkert hvert það á að leita, því geðheilbrigðiskerfið er í molum.

Heilbrigðiskerfi í molum

Einstaklingar sem misnota lyfið gera það sumir samhliða örvandi lyfjum á borð við kókaín og amfetamín til að ýmist ná sér niður eftir mikla notkun eða koma veg fyrir niðurtúr. Þá eru róandi lyfseðilsskyldu lyfin notuð til að jafna út öran hjartslátt af völdum eiturlyfjanna.

Erlendis, þá sérstaklega í Bretlandi, eru dæmi um að heimapressað Xanax innihaldi verkja- og ópíumlyfið Fentanyl. Í febrúar fjölluðu ýmsir miðlar þarlendis um að Fentanyl blandað Xanax væri orðinn alvarlegur faraldur sem myndi hafa hrikalega afleiðingar. Ekki eru nákvæmar heimildir fyrir því að þessi blanda sé orðin svipað vandamál hérlendis.

„Ungt fólk sem er að kljást við kvíða veit ekkert hvert það á að leita, því geðheilbrigðiskerfið er í molum, það er ekki skrýtið að þetta sé að verða faraldur,“ segir einn heimildarmanna DV sem þekkir til neyslu á þessum lyfjum.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, sagðist í samtali við RÚV fyrir skemmstu merkja mikla aukningu í misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum hérlendis og að hans sögn leikur grunur á að níu einstaklingar hafi látist það sem af er ári vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum eða ólöglegum lyfjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd