fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 09:00

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu prósent landsmanna hafa verið bitin af lúsmýi hér á landi á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. 57% svarenda sögðust þekkja einhvern sem hefur verið bitinn.

Fjórðungur hefur ekki verið bitinn né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Samkvæmt niðurstöðunum eru konur aðeins líklegri til að verða fyrir biti og það er helst ungt fólk sem er bitið. 35% fólks á aldrinum 18 til 24 ára hefur verið bitið af lúsmýi en aðeins 18% þeirra sem eru 65 ára og eldri.

Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að búseta skiptir litlu máli varðandi bitin því íbúar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni verða fyrir bitum og fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins. Mýið virðist einnig vera jafn hrifið af opinberum starfsmönnum og þeim sem starfa í einkageiranum. En þeir sem starfa í þriðja geiranum virðast vera bragðbetri því 45% þeirra sögðust hafa verið bitnir af lúsmýi á síðustu 12 mánuðum en tæplega 30% opinberra starfsmanna og starfsmanna í einkageiranum höfðu verið bitnir.

Úrtakið í könnuninni var 2.600 manns og var svarhlutfallið 52%. Svörin voru vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“
Fréttir
Í gær

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“