fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Mikil ánægja með nýjan framherja Fjölnis – ,,Minnir mig pínulítið á Dimitar Berbatov“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 11:00

Michael Bakare (til hægri) í leik með Hereford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski framherjinn Michael Bakare gekk til liðs við Fjölni á dögunum. Hann hefur spilað tvo leiki fyrir félagið í Lengjudeildinni. Hann var frábær í síðasta leik gegn Þrótti Reykjavík. Þar skoraði hann og lagði upp í 3-1 sigri.

Bakare var þá til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gærkvöldi. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, er virkilega hrifinn af þessum 34 ára gamla leikmanni.

,,Hann breytir Fjölnisliðinu bara að öllu leyti því það sem Fjölni hefur vantað í sumar er leikmaður sem getur búið eitthvað til upp úr engu. Hann er klárlega sá gæi,“ sagði Hrafnkell og bætti við ,,Bakare getur verið á milli þess að Fjölnir fara upp eða lendi í þriðja eða fjórða sæti.“

Það kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina að umboðsmaður Bakare hafi reynt að koma honum til Íslands í mörg ár en að enginn hafi sýnt áhuga fyrr en nú. Það virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Fjölni að sækja framherjann, sem hefur aðallega spilað í neðstu deildum Englands á ferlinum.

,,Hann er vel fljótur, hann er góður á boltann, teknískur, ógeðslega skemmtilegur leikmaður. Þetta er leikmaður sem við viljum sjá á Íslandi, láta mann stíga upp úr sætinu,“ sagði Hrafnkell.

Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, segir Bakare hafa minnt á Búlgarann Dimitar Berbatov er hann lagði upp seinna mark Fjölnis í leiknum gegn Þrótti.

,,Minnir mig nú pínulítið á Dimitar Berbatov hvernig hann fíflar varnarmennina.“

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Bakare sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig