fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Matthías sendir Ingó Veðurguð væna pillu – „Þessi framganga sýnir bæði skítlegt eðli og fullkominn skort á auðmýkt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 16:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ég að skilja hann rétt að þetta eigi allt að vera uppspuni og árásir? Ekkert tal um sjálfsskoðun, upplifun stelpnanna, ekki ein játning eða bakþanki? Bara hótanir?“

Svona hefst færsla sem Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og meðlimur í hljómsveitinni Hatara, skrifar á Facebook-síðu sinni í dag. Matthías veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna en í henni talar hann um Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er gjarnan kallaður.

Matthías furðar sig á viðbrögðum Ingólfs við ásökununum, að það eina sem komi frá honum séu hótanir. „Þessi framganga sýnir bæði skítlegt eðli og fullkominn skort á auðmýkt. Auk þess er tónlistin hans leiðinleg. Skiljanlega vill fólk ekki bóka hann,“ segir Matthías og veltir því svo fyrir sér hvort hann megi yfir höfuð segja þessa hluti, hvort hann fái þá líka kröfubréf.

„Má segja þetta? Hef ég frelsi til þess? Fær maður reikning upp á margar milljónir? Hvað er í gangi eiginlega? Hvaða milljónir fengu stelpurnar? “

Matthías segir að þessi fjöldi frásagna birtist ekki bara upp úr þurru. „Tugir frásagna spinnast ekki úr lausu lofti og þessi náungi er, sama hvað honum sjálfum kann að finnast, allt of ómerkileg persóna til að vera miðpunkturinn í einhverju samsæri.“

Þá segist hann vera í einlægni að reyna að skilja eftirfarandi hluti:

„Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjöldi ásakana koma fram um þjóðþekktan einstakling?

Hversu mikils virði er æra eins trúbadors og hversu mikils virði er líkamleg friðhelgi tuttugu stelpna á balli?

Til hvaða bjargráða geta þolendur gripið ef réttarkerfið bregst þeim?

Af hverju er fólki ekki slétt sama hver spilar á tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum – og hvort hátíðin ákveði að breyta um dagskrá?“

Að lokum segir Matthías að Ingó þurfi að læra að skammast sín. „Þetta eru ekki fimm manneskjur sem skulda einum manni afsökunarbeiðni og peninga – hversu firrtur þarf maður að vera til að halda það? Þetta er einn maður sem þarf að læra að skammast sín. Hann heitir víst Ingólfur Þórarinsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“