fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Líf Maríu umturnaðist þegar hún var 14 ára gömul – „Það eru alls ekki allir sem lifa af svona reynslu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 12:30

Mynd: Facebook/Við erum hér líka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Pétursdóttir, myndlistakona og aktívisti, opnar sig upp á gátt í viðtali við Mannlíf. Þar segir hún meðal annars frá því þegar líf hennar umturnaðist eftir að hún varð fyrir grófu kynferðisofbeldi aðeins 14 ára gömul. 

„Ég varð fyrir nauðgun þegar ég var 14 ára sem hafði mikil áhrif á líf mitt og allra í fjölskyldunni. Ég lokaði sjálf á atburðinn og afneitaði honum en gerandinn fór ekki leynt með ótta sinn um að ég myndi kæra hann fyrir nauðgun svo hann vissi greinilega betur uppá sig sökina en ég sjálf enda bara krakki,“ segir María í viðtalinu. „Ég sagði ekki frá og skildi í rauninni ekki af hverju ég hefði átt að kæra hann. Ég umturnaðist samt á einni nóttu og leið hryllilega.“

María hafði fram að þessu verið góður námsmaður en eftir þetta breyttist það, hún fór að vera til vandræða í skólanum. „Það áttaði sig enginn á því hvað væri að gerast og það endaði með því að ég var rekin úr skóla í 8. bekk fyrir að rífa kjaft. Þá var ég orðin óalandi og óferjandi unglingur ásamt bestu vinkonunum sem voru heldur ekki í góðum málum. Skólinn tók kolvitlaust á okkar málum,“ segir María en þegar hún var 15 ára gömul flutti hún í kommúnu niðri í bæ.

„Ég gerðist í raun bara götukrakki,“ segir hún en henni fannst eins og enginn mætti elska hana eða þykja vænt um hana. „Svo ég flúði fjölskylduna mína. Sjálfsmyndin gjörsamlega hrundi við nauðgunina. Eftir á finnst mér svo skrítið að skólinn hafi ekki áttað sig á því að það var eitthvað mikið að. Ég var orðin einhver brjálaður pönkari rífandi kjaft og krotandi á veggi og foreldrar mínir ráðþrota. Ég hafði áður verið með munninn fyrir neðan nefið svosem en ekki verið svona „aggressív“ og reið.“

„Það eru alls ekki allir sem lifa af svona reynslu“

Þegar María var orðin fullorðin sagði hún foreldrum sínum í fyrsta skipti frá nauðguninni. María segir að foreldrum sínum hafi verið mjög brugðið en þetta skýrði líka margt fyrir þeim.  „Afleiðingar kynferðisofbeldis hafa gríðarleg áhrif á hvernig manneskjan plummar sig í lífinu, hvort leiðin verði bein eða krækklótt og hreinlega hvort fólk sökkvi í neyslu eða þunglyndi og lifi af. Það eru alls ekki allir sem lifa af svona reynslu og ég þekkti persónulega slík dæmi,“ segir María og talar svo um hvernig staðan í kynferðisbrotamálum er í dag.

Henni finnst til að mynda fáránlegt að ungar stúlkur séu krafnar til þess að kæra ofbeldi sem þær verða fyrir strax. „Ég sá heldur ekki sjálf samhengið í þessu fyrr en eftir að ég eltist. Þess þá heldur finnst mér fáránleg sú krafa á ungar stúlkur og drengi að kæra svona ofbeldi strax. Það er oft ekki einu sinni hægt að koma atburðunum í orð fyrr en maður hefur þroskann til að átta sig á þeim og hver eigi skömmina”.

„Það er ekki orð gegn orði“

Í viðtalinu talar María einnig um gerendameðvirkni en hún hefur hugsað mikið um þá meðvirkni undanfarið vegna nýjustu #MeToo bylgjunnar. María telur að tenging sé hjá meðvirkninni og miðaldra og eldri kynslóðum. „Á þessum tíma var ekki ætlast til þess að maður færi með sín mál eitthvað út fyrir heimilið en ef kona þegir og segir frá ofbeldinu fullorðin heyrist jafnvel frá þessari eldri kynslóð að hún verði nú að komast yfir þetta einhverntíman, það sé ósanngjarnt að vera að viðra gamlar syndir einhverra manna,“ segir hún.

„Fólk talar um orð gegn orði eins og glæpur hafi ekki átt sér stað ef glæpamaðurinn viðurkennir hann ekki en margir þolendur eiga hálfa æfi að baki þar sem öll sambönd og samskipti hafa litast af ofbeldinu og fólk jafnvel orðið berskjaldaðara fyrir endurteknu ofbeldi. Það er ekki orð gegn orði.“

Hægt er að lesa viðtalið við Maríu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann