Sjö smit greindust innanlands í gær en þar af voru fjórir utan sóttkvíar við greiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Einnig greindust sjö smit á landamærunum.
Eftir rakningu gærdagsins eru núna hátt í 400 manns í sóttkví og búist er við því að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag.
Allir aðilar sem greindust innanlands eru bólusettir.