fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lúsmýið færir út kvíarnar – Bítur nú fólk víða um land

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein frá Náttúrufræðistofnun frá 2019 kom fram að aðalútbreiðslusvæði lúsmýs væri Suðvesturland upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Það var einnig að finna í Eyjafirði. En nú hefur það breitt enn frekar úr sér því þess hefur orðið vart í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Gísla Má Gíslasyni, prófessor emeritus í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, að lúsmý sé nokkuð algengt í sveitum á Suðurlandi og í Fljótshlíð. Einnig sé það mjög algengt á Vesturlandi, til dæmis í Kjósinni, Hvalfjarðarsveit og í Borgarfirði og sé nú komið enn víðar en það. „Sjálfur var ég bitinn fyrir ári í Miðfirði í Húnavatnssýslu og ég veit að fólk hefur verið bitið í Eyjafirði og í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Svo var ég að frétta af fólki sem var illa bitið í Helgafellssveit,“ er haft eftir honum.

Haft er eftir Gísla að hann telji óhætt að ganga út frá því að lúsmý sé nú víða inn til landsins á Suðurlandi vestan Markarfljóts, á Vesturlandi og á Norðurlandi allt austur í Fnjóskadal.

Ekki hafa borist fregnir af lúsmýi utarlega á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og í Þingeyjarsýslum nema í Fnjóskadal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi