fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Lúsmýið færir út kvíarnar – Bítur nú fólk víða um land

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 07:59

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein frá Náttúrufræðistofnun frá 2019 kom fram að aðalútbreiðslusvæði lúsmýs væri Suðvesturland upp í Borgarfjörð og austur í Fljótshlíð. Það var einnig að finna í Eyjafirði. En nú hefur það breitt enn frekar úr sér því þess hefur orðið vart í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Gísla Má Gíslasyni, prófessor emeritus í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, að lúsmý sé nokkuð algengt í sveitum á Suðurlandi og í Fljótshlíð. Einnig sé það mjög algengt á Vesturlandi, til dæmis í Kjósinni, Hvalfjarðarsveit og í Borgarfirði og sé nú komið enn víðar en það. „Sjálfur var ég bitinn fyrir ári í Miðfirði í Húnavatnssýslu og ég veit að fólk hefur verið bitið í Eyjafirði og í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Svo var ég að frétta af fólki sem var illa bitið í Helgafellssveit,“ er haft eftir honum.

Haft er eftir Gísla að hann telji óhætt að ganga út frá því að lúsmý sé nú víða inn til landsins á Suðurlandi vestan Markarfljóts, á Vesturlandi og á Norðurlandi allt austur í Fnjóskadal.

Ekki hafa borist fregnir af lúsmýi utarlega á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og í Þingeyjarsýslum nema í Fnjóskadal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“