fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Hlaupahjólsþjófur á ferð – Sleginn fyrir utan veitingastað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 05:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bar það helst til tíðinda að tilkynnt var um mann sem fór með rafmagnshlaupahjól inn í hús og lék grunur á að hjólinu hefði verið stolið. Lögreglan rannsakaði málið og lagði hald á hlaupahjólið þar sem grunur leikur á að því hafi verið stolið. Meintur þjófur er þekktur hjá lögreglunni vegna fyrri afbrota.

Tilkynnt var um þjófnað á hlaupahjóli úr fjölbýlishúsi i vesturhluta borgarinnar og er málið í rannsókn.

Maður var sleginn fyrir utan öldurhús í miðborginni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand hans.

Tilkynnt var um bílveltu í nótt í austurhluta borgarinnar. Tveir voru í bílnum. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Tilkynnt var um innbrot á heimili og er málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár