Stjörnunni tókst ekki að verða þriðja íslenska liðið til að sigra fyrsta leik sinn í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Bohemians frá Írlandi í Garðabæ í kvöld.
Emil Atlason kom Stjörnunni yfir á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá Elís Rafni Björnssyni og staðan 1-0 í hálfleik Garðbæingum í vil. Varnarmaðurinn Tyreke Wilson jafnaði svo metin fyrir Bohemians á 63. mínútu og þar við sat.
Staðan verður því hnífjöfn þegar liðin mætast í seinni viðureign liðanna á Írlandi næsta fimmtudag.
Stjarnan 1 – 1 Bohemian F.C.
1-0 Emil Atlason (’25)
1-1 Tyreke Wilson (’63)