FH hafði betur gegn Sligo Rovers í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Steven Lennon skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Vok Óskari Dimitrijevic. Það var lítið að frétta framan af en FH komst í færi á að vinna leikinn þegar að Greg Bolger var rekinn af velli fyrir Sligo Rovers á 77. mínútu eftir að hafa hlotið sitt annað gula spjald í leiknum. Steven Lennon skoraði svo sigurmarkið átta mínútum síðar.
Lokatölur 1-0 og FH fer með forskot inn í seinni leik liðanna sem fram fer á Showgrounds vellinum á Írlandi næsta fimmtudag.
FH 1 – 0 Sligo Rovers
1-0 Lennon (’85)