Spænskir og ítalskir miðlar halda því fram í dag UEFA sé að endurgjalda Boris Johnson þann greiða sem hann gerði sambandinu með því að tala opinberlega gegn stofnun Ofurdeildarinnar í vor. Þetta gerir UEFA, að sögn Gazzetta dello Sport á Ítalíu og Marca á Spáni, með dómgæslu sem er Englandi í hag og með því að leyfa Englandi að vera á heimavelli í flestum leikjum sínum.
Englendingar fengu afar umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku í gær. Þá fór Raheem Sterling ansi auðveldlega niður í teignum. Í Gazzetta dello Sport segir að þetta staðfesti þær grunsemdir að UEFA sé að endurgjalda Boris fyrir vel unnin störf þegar kom að Ofurdeildinni.
Ofurdeildin átti að vera lokuð keppni á milli stærstu liða Evrópu. Ekkert varð þú úr henni eftir kröftug mótmæli. Johnson tók sjálfur virkan þátt í að mótmæla nýju keppninni og hótaði meira að segja að setja á lög til að koma í veg fyrir hana. Fyrir þetta, að sögn ítalska blaðsins, voru Englendingar verðlaunaðir með vítaspyrnu í gær.
Marca tók í svipaðan streng. ,,Við höfum það á tilfinningunni að UEFA yrði ekki ánægt ef að Englandi tekst ekki að vinna EM. Flest lið hafa þurft að ferðast um alla Evrópu og spila án stuðningsmanna sinna. Það var ekki þannig með þá ensku. Þeir hafa spilað sex af sjö leiki í Lundúnum.“