Knattspyrnustjóranum Jose Mourinho leiðist ekki að hrósa sjálfum sér. Hann hefur nú sagt að það sem teljist árangur hjá öðrum teljist ekki sem árangur hjá honum.
Portúgalinn er nýráðinn stjóri Roma á Ítalíu. Þar áður stýrði hann Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann við stjórnvölinn hjá Chelsea, Inter, Real Madrid og fleiri liðum fyrr á ferli sínum. Ansi flott ferilskrá.
,,Ég vann þrjá titla hjá Manchester United og það var litið á það sem stórslys. Ég komst í bikarúrslit með Tottenham, þar sem ég fékk ekki að stýra liðinu. Það var litið á það sem stórslys. Það sem telst stórslys fyrir mig telst frábær árangur hjá öðrum,“ sagði Mourinho.
Roma hafnað í sjöunda sæti ítölsku Serie A á síðustu leiktíð. Mourinho á væntanlega að reyna að ýta félaginu aftur nær Meistaradeildarsætunum.