Samkvæmt franska blaðinu L’Equipe er Paris Saint-Germain að skoða það að bjóða í Paul Pogba, miðjumann Manchester United.
Pogba á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og enska félagið gæti því íhugað að selja hann núna til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt næsta sumar.
Frakkinn hefur oft verið orðaður við Real Madrid og sitt fyrrum félagi Juventus. Nú bætist PSG við í þann hóp.
Talið er að Man Utd muni biðja um rúmlega 50 milljónir punda fyrir leikmanninn, ætli þeir að selja hann í sumar.
PSG er sagt tilbúið að reiða fram þá upphæð, þrátt fyrir að leikmaðurinn eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.
Pogba er 28 ára gamall. Hann hefur verið í herbúðum Man Utd síðan 2016.