fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

„Firra að gera ekki greinarmun á þeim sem orðið hefur fyrir nauðgun og þeim sem Ingó veðurguð hefur blikkað á tónleikum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, segir að í #metoo umræðu þurfi að gera greinarmun á lögbrotum og hegðun sem ekki telst ólögleg. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag. Aðalheiður telur að tjáningarfrelsi verði að túlka það vítt að fólki sé heimilt að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir þó að sök sé ekki sönnuð. Öðru máli gegni þegar um sé að ræða hegðun sem flokkast ekki undir lögbrot:

„Umræðan varðar ekki aðeins grundvallarregluna um að maður sé saklaus uns sekt hans er sönnuð, heldur þurfum við líka að taka afstöðu til friðhelgi einkalífs og síðast en ekki síst tjáningarfrelsisins. Það væri stíf túlkun á tjáningarfrelsinu að meina fólki að greina frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir á þeim vettvangi sem því sýnist. Málin vandast hins vegar þegar fjallað er um meinta hegðun sem getur ekki talist til hegningarlagabrots en er á engan hátt aðgreind frá ásökunum um kynferðisofbeldi.“

Aðalheiður segir að #metoo umræðan sé annars vegar viðbragð við meintu getuleysi lögreglu og dómskerfisins til að takast á við kynferðisbrotamál og hins vegar sé verið að kalla eftir betri menningu í samskiptum kynjanna:

„Þær konur sem leitt hafa umræðuna á undanförnum vikum og mánuðum virðast eiga tvíþætt erindi við þjóðina. Annars vegar hafa þær tekið lögin í eigin hendur vegna vantrausts til löggæsluyfirvalda og dómstóla þegar kemur að kynferðisbrotum. Hins vegar gera þær kröfu um betri menningu í samskiptum kynjanna. Þessu tvennu; það er að segja meðferð kynferðisbrota og kröfu um betri menningu, er hins vegar ítrekað blandað saman þannig að öll hegðun karlmanna er flokkuð til kynferðisbrota og þau sem fyrir henni verða eru skilgreind sem þolendur ofbeldis.

Hún segir að fjölmiðlar verði að greina á milli kynferðisbrota og mögulega óviðeigandi hegðunar:

Okkur sem störfum á fjölmiðlum er ákveðinn vandi á höndum í þessari umræðu. Að hluta til vegna þess að við þurfum að geta greint þarna á milli. Í fyrsta lagi getum við ekki tekið upp allar þær reglur sem settar hafa verið í umræðunni. Við getum til dæmis ekki lýst því yfir sem almennri reglu að við trúum þolendum. Fæstir fjölmiðlar myndu setja þolanda ofbeldis og þolanda dónaskapar í sama flokk eða telja þau jafn ólánsöm, enda alger firra að gera ekki greinarmun á þeim sem orðið hefur fyrir nauðgun og þeim sem Ingó veðurguð hefur blikkað á tónleikum.

Í öðru lagi ber okkur að sýna umfjöllunarefnum tillitssemi, vanda upplýsingaöflun um þau og kanna sannleiksgildi frétta. Það flækir vissulega umfjöllun um málið að margar þeirra frásagna sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum eru nafnlausar og oft erfitt að sannreyna þær.“

Aðalheiður segir að lögregla og dómstólar þurfi að gera betur í kynferðisbrotamálum, það sé nauðsynlegt til að forða samfélaginu frá því að verða frumskógarlögmálinu að bráð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum