Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild karla í kvöld. KR hafði betur gegn KA og Víkingur sigraði Skagamenn með vítaspyrnu í uppbótartíma.
KA tók á móti KR á Dalvíkurvelli í kvöld. Þar höfðu KR-ingar betur og unnu 1-2 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri nánast allan leikinn.
Kristján Flóki Finnbogason fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum og var sendur í sturtu eftir aðeins rúmar 20 mínútur. Það virtist þó ekki hafa áhrif á KR-inga sem komust yfir á 41. mínútu með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni.
Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin aðeins mínútu síðar en Pálmi Rafn Pálmason kom KR aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu. Þrjú mörk á 4 mínútum. KA sótti stíft í seinni hálfleik en ekki var meira skorað og 1-2 sigur KR því staðreynd.
KA 1 – 2 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (´41)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (´42)
1-2 Pálmi Rafn Pálmason (´45)
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason (´22)
Víkingur tók á móti ÍA á Víkingsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Víkingar stjórnuðu leiknum og áttu nokkur góð færi. Skagamenn voru þó hættulegir í skyndisóknum og náðu að ógna þar. Víkingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og Nikolaj Hansen skoraði örugglega úr spyrnunni og tryggði Víkingum þrjú stig.
Víkingur 1 – 0 ÍA
1-0 Nikolaj Andreas Hansen (´90+4)