fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Dramatískur sigur Víkinga – Tíu KR-ingar höfðu betur gegn KA

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild karla í kvöld. KR hafði betur gegn KA og Víkingur sigraði Skagamenn með vítaspyrnu í uppbótartíma.

KA tók á móti KR á Dalvíkurvelli í kvöld. Þar höfðu KR-ingar betur og unnu 1-2 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri nánast allan leikinn.

Kristján Flóki Finnbogason fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum og var sendur í sturtu eftir aðeins rúmar 20 mínútur. Það virtist þó ekki hafa áhrif á KR-inga sem komust yfir á 41. mínútu með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni.

Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin aðeins mínútu síðar en Pálmi Rafn Pálmason kom KR aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu. Þrjú mörk á 4 mínútum. KA sótti stíft í seinni hálfleik en ekki var meira skorað og 1-2 sigur KR því staðreynd.

KA 1 – 2 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (´41)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (´42)
1-2 Pálmi Rafn Pálmason (´45)
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason (´22)

Víkingur tók á móti ÍA á Víkingsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Víkingar stjórnuðu leiknum og áttu nokkur góð færi. Skagamenn voru þó hættulegir í skyndisóknum og náðu að ógna þar. Víkingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og Nikolaj Hansen skoraði örugglega úr spyrnunni og tryggði Víkingum þrjú stig.

Víkingur 1 – 0 ÍA
1-0 Nikolaj Andreas Hansen (´90+4)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“