fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ásókn fullorðinna eyðilagði dekkin í ökuskóla Húsdýragarðsins – Ný hæðartakmörk til að minnka álagið

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Ökuskóla Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eru nú komnar hæðartakmarkanir þannig að þeir sem eru hærri en 150 cm mega ekki aka bílunum. Sem fyrr gildir að börn verða að hafa náð 105 cm til að mega fara í Ökuskólann.  

Í Ökuskólanum fara börn í rafmagnsbíla sem þau stýra um smækkaðar götur þar sem eru hefðbundnar götumerkingar og umferðarskilti.

Breytingarnar leggjast misjafnlega í fólk og hafa margir bent á að með þessu eru 11-12 ára börn jafnvel orðin of hávaxin til að fara í bílana.

Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, kannast við gagnrýni á þessar breytingar en segir þær hafa verið gerðar því bílarnir hafi hreinlega ekki þolað álagið af þyngri einstaklingum. „Bílarnir voru að skemmast mjög hratt. Fullorðnir voru líka mikið að fara í þá með yngri börnum. Þeir voru að detta í sundur af álagi og dekkin spændust upp. Það þurfi jafnvel að skipta um dekk nokkrum sinnum á dag. Við vorum tilneydd til að gera þessar breytingar,“ segir hann.

Á Facebooksíðu garðsins má finna umræðu um breytingarnar. Meðal þess sem fólk segir þar er:

„Eruð þið búin að fullhugsa þetta? 150cm börn eru u.þ.b. 11-12 ára og því á kjöraldri til að læra umferðarreglurnar. Er sparnaður í viðhaldi og rafmagnsnotkun í alvörunni mikilvægara en að kenna umferðaröryggi í gegnum leik?“

„Sum börn taka vaxtakippi á undan öðrum. Væri ekki sanngjarnara að draga línuna við ákveðinn aldur svo ekki sé splundrað upp vinahópum? Að draga einn út fyrir hæð er mjög illa gert.“

„Smá ábending það eru einstaka börn 150cm+ allt frá 6-7 ára, ný farin að geta ekið sjálf og eru orðin of há. pínu svekk fyrir þessi börn“

„Mér finnst mörg rök gegn þessu og vona að þið óskið eftir álitum og endurskoðið. Mikilvægast er að gera umferðarfræðslu jákvæða og skemmtilega.“

Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka upp annars konar takmarkanir, til að mynda aldurs- eða þyngdartakmarkanir, segir Þorkell:

„Vandamálið er að börn eru ekki með persónuskilríki og í praxís var því ekki hægt að hafa aldurstakmörk. Þá væri erfitt að fá fólk til að stíga hér á vigt. Í skemmtigörðum er yfirleitt miðað við hæð og það er það eina sem er nógu einfalt til að mæla á staðnum,“ segir hann.

Þorkell tekur fram að þessar breytingar séu nýtilkomnar og takmarkanir séu í sífelldri endurskoðun. „Við leyfum reynslunni að sýna okkur hvernig þetta gengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna