Síðast í ágúst fjallað um hugsanleg vændi inni á Goldfinger
Erótíski dansklúbburinn Goldfinger birtir auglýsingu í nýjasta hefti lögreglublaðsins. Staðurinn hefur ávallt verið umdeildur, og var meðal annars viðhöfð ummæli í Ísafold á sínum tíma að þar þrifist mansal.
Þau ummæli voru þó dæmd dauð og ómerk eftir að Ásgeir Þór Davíðsson, sem lést fyrir nokkrum árum síðan, höfðaði meiðyrðamál á hendur ritstjóra og blaðamanni blaðsins.
Síðar birtist frétt í DV árið 2012 þar sem Ásgeir Þór staðfesti að fórnarlamb mansals starfaði hjá sér. Sú kona hafði farið sjálfviljug úr vernd mansalsteymis.
Ásgeir Þór staðfesti í sömu grein að konan hefði flúið teymið og unnið hjá sér í þrjár vikur sem nektardansmær.
Ásgeir lést sama ár, eða 2012, en eiginkona hans, Jaroslava Davíðsson tók við rekstri staðarins, og hefur rekið hann síðustu ár.
Síðast var fjallað um Goldfinger á mbl.is í ágúst þar sem Jaroslava fullyrti að ekkert vændi ætti sér stað inni á staðnum.
Tilurð fréttarinnar var færsla á Facebook, sem var meðal annars deilt inn á sölusíðu sem ætluð er til að að auðvelda kaup á „erótísku nuddi“ en það orðalag hefur löngum verið slangur fyrir vændi.
Í frétt mbl sagði meðal annars:
„Nýkomnar….
Andrea frá Ungverjalandi
Lila frá Frakklandi
Alice frá Kanada.“
Svona hljómar færsla á Facebook-síðu Goldfinger við ljósmynd sem sýnir þrjár léttklæddar konur frá hnjám og upp að nafla. Orðalagið gefur hugrenningatengsl við vöruauglýsingar og gætu því margir velt því fyrir sér hvort orðin „Á FRÁBÆRU VERÐI“ standi ósögð aftan við þrípunktinn. Jaroslava Davíðsson sver hinsvegar að færslan tengist ekki mansali.“
Lögreglublaðið er fagtímarit og ætlað félagsmönnum í lögreglunni. Þar eru stéttarmál til umfjöllunar auk annars efnis um innra starf lögreglunnar.
Útgefandi er Lögreglufélag Reykjavíkur, íslenska lögregluforlagið.