Fjöldinn allur af knattspyrnumönnum út um allan heim urðu atvinnulausir í dag þegar samningar þeirra runnu út.
Ekki er ólíklegt að einhverjir semji aftur við félagið sitt en viðræður við Juan Mata hjá Manchester United standa yfir en samningur hans rann út í gær.
Sergio Ramos, Jerome Boateng, Lionel Messi og Franck Ribery runnu allir út í gær. Messi ræðir við Barcelona um nýjan samning en möguleiki er á að hann fari annað.
Ljóst er að Ramos fer frá Real Madrid og renna öll vötn til þess að hann fari til PSG. Draumalið samningslausra leikmanna er hér að neðan.