fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Dramatískt jöfnunarmark Kórdrengja

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórdrengir og Grindavík mættust í hörkuleik í 8. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Niðurstaðan varð jafntefli.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Það var svo Sigurður Bjartur Hallsson sem kom Grindvíkingum yfir um miðbik seinni hálfleiks. 0-1.

Það stefndi í mjög svo mikilvægan sigur gestanna þegar Albert Brynjar Ingason jafnaði fyrir Kórdrengi í blálok leiksins, í uppbótartíma. Markið var það síðasta í leiknum. Lokatölur 1-1.

Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig. ÍBV og Fjölnir eiga þó eftir að leika í umferðinni og geta jafnað liðið að stigum.

Kórdrengir eru í þriðja sæti með 15 stig. Sem fyrr segir þá eiga önnur lið leiki inni sem geta þá farið upp fyrir Kórdrengina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann