fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Stórsigrar hjá Breiðabliki, FH og Þrótti

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna kláruðust í kvöld með fjórum leikjum. Breiðablik, FH og Þróttur Reykjavík eru komin í undanúrslit.

Stórsigur Blika

Breiðablik tók á móti Aftureldingu og vann stórsigur.

Agla María Albertdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir komu Blikum í 2-0 með mörkum með stuttu millibili eftir rúmlega stundarfjórðung.

Agla María var aftur á ferðinni með þriðja mark heimakvenna um miðjan seinni hálfleik. Birta Georgsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir bættu svo við mörkum áður en leiknum lauk. Lokatölur 5-0.

Öruggt hjá FH í Árbænum

FH heimsótti Fylki og vann öruggan sigur.

Selma Dögg Björgvinsdóttir kom gestunum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Brittney Lawrance bætti svo við marki á 65. mínútu. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir fékk að líta rautt spjald þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Í kjölfarið kláraði FH leikinn með tveimur mörkum frá Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur og Elínu Björgu Norðfjörð Símonardóttur.

Bryndís Arna Níelsdóttir klóraði í bakkann fyrir Fylki í lok leiks. Lokatölur 1-4.

Frábær seinni hálfleikur Þróttar

Þróttur vann mjög góðan sigur á Selfossi á útivelli.

Brenna Lovera kom heimakonum yfir á 13. mínútu. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Lorena Yvonne Baumann jafnaði fyrir Þrótt snemma í seinni hálfleik. Katherine Amanda Cousins kom þeim svo yfir á 63. mínútu.

Shaelan Grace Murison Brown skoraði þriðja mark gestanna þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir innsiglaði svo 1-4 sigur Þróttar í lok leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?