Cristiano Ronaldo mætti með ansi fallegt úr á Dubai Globe Soccer Awards í janúar síðastliðnum. Nú er komið í ljós að um dýrustu tegund af úri frá framleiðandanum Rolex var að ræða.
Úrið er af tegundinni Rolex GMT Master Ice og kostar um 64 milljónar íslenskra króna.
Þrátt fyrir ansi hátt verð þá hefur Ronaldo líklega ekki átt í miklum erfiðleikum með að reiða fram upphæðina. Portúgalinn þénaði nefnilega tæplega 15 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samkvæmt Forbes.
Myndir af úrinu glæsilega má sjá hér fyrir neðan.